CV

Menntun
2012-              Meistaranám í Safnafræði við Háskóla Íslands (35 ein. lokið)
2000-2001   MA próf í Almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands
1992-1997     Framhaldssnám við Trinity College Dublin
1988-1991      BA próf í Almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands

Útgefin rit
Myndasagan: Hetjur, skrýmsl og skattborgarar, Reykjavík, Froskur útgáfa 2014.
Sæborgin: Stefnumót líkama og tækni í ævintýri og veruleika, Reykjavík, Bókmennta- og listfræðistofnun Háskóla Íslands og Háskólaútgáfan 2011.

Viðurkenningar og styrkir
Þriggja mánaða starfslaun úr Starfslaunasjóði sjálfstætt starfandi fræðimanna til að vinna að Sjónsbók, 2013.
Verkefnastyrkur úr Rannsóknarsjóði, 2011, til að vinna að Sjónsbók.
Sex mánaða starfslaun úr Launasjóði Fræðiritahöfunda, 2011, til að vinna að Sjónsbók.
Þriggja mánaða starfslaun úr Rithöfundasjóði, 2011, til að vinna að Sjónsbók.
Styrkur frá Launasjóði fræðiritahöfunda til að vinna að bókinni Myndasagan, 2008-2009 (verkefni lokið).
Eins mánaðar laun í námsþróunarstyrk frá Menntamálaráðuneytinu til að vinna að vefsíðu um kennsluefni í myndlæsi, 2008 (með Ingu Ósk Ásgeirsdóttur). (Verkefni lokið)
Verkefnisstyrkur frá Rannsóknarsjóði Íslands fyrir verkefnið Líftækni í ljósi bókmennta, árin 2005-2007 (verkefni lokið).
Styrkir frá Hagþenki til að vinna að bókinni Myndasagan, árið 2004 og 2013, og styrkir fyrir sömu bók frá Menntunarsjóði Listaháskóla Íslands, 2004 og 2005. (Verkefni lokið)

Starfsreynsla
Frá hausti 2000 hef ég verið í hlutastarfi sem deildarbókavörður hjá Borgarbókasafni Reykjavíkur, Aðalsafni. Árið 2007 fékk ég starfsheitið ‚verkefnastýra‘ þar. Á Borgarbókasafninu vinn ég meðal annars við Bókmenntavef Borgarbókasafnsins og hef umsjón með myndasögudeild, skipulegg bókmenntagöngur, sé um sýningar og sýningarskrár og sinni kynningarmálum, auk annarra almennra bókasafnsstarfa.

Frá hausti 1996 hef ég verið stundakennari við Háskóla Íslands, og kennt þar í almennri bókmenntafræði, íslensku fyrir erlenda stúdenta, kynjafræði, mannfræði, fjölmiðlafræði, listfræði og í enskudeild.

Frá hausti 2002 hef ég verið stundakennari við Listaháskóla Íslands og kennt þar við Kennaradeild, Myndlistadeild og Hönnunar og arkitektúrdeild.

Fyrir utan almenna kennslu í námskeiðum hef ég leiðbeint fjölda B.A. og M.A. ritgerða, bæði í Háskóla Íslands (almenn bókmenntafræði, enska, kynjafræði og listfræði) og í Listaháskóla Íslands (innan Myndlistardeildar og Hönnunar- og arkitektúrdeildar). Auk þess var ég prófdómari á Meistaraprófsverkefni í Listkennsludeild frá 2011-2014.

Ennfremur hef ég kennt ýmis námskeið, hjá Myndlistaskólanum í Reykjavík, Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands, Námsflokkum Reykjavíkur og víðar.

Stundakennsla við Háskóla Íslands:
„Icelandic literature, history and culture“ frá 1996-2000, og 2002, Íslenska fyrir erlenda nemendur.
„Afþreyingarmenning“, 1997, Almenn bókmenntafræði, Kynjafræði.
Hluta úr „Kenningar í Kynjafræðum“, 1997-2000, Kynjafræði.
„Enskar bókmenntir II: Jane Austen“, 1998, Almenn bókmenntafræði, Kynjafræði.
„Afþreyingarmenning og kynferði“, 1998, Mannfræði/Fjölmiðlafræði/Kynjafræði.
„Gervimaðurinn, vélveran og önnur ó-menni“, 1999, Enska.
„Hetjuímyndin í bókmenntum og kvikmyndum“, 1999, Almenn bókmenntafræði.
„Hrollvekjur“, 2000, Almenn bókmenntafræði.
„Klassískar bókmenntir og nútíma kvikmyndir“, 2000, Enska.
Hluti úr „Menningarfræði“, 2000, Almenn bókmenntafræði.
„Jane Austen“ 2002, Almenn bókmenntafræði.
Helmingurinn af „Menningarfræði“ 2002, Almenn bókmenntafræði.
Hluti úr námskeiðinu „Aferðafræði og saga listfræði“, 2004, Listfræði.
„Myndasögur“, 2009, Listfræði.
„Sæborgin“, 2011, Almenn bókmenntafræði
„Myndasögur“, 2011, Almenn bókmenntafræði
„Vampyres: From Dracula to Buffy and Bill“, 2013, Enska
„Myndasagan“, 2014, almenn bókmenntafræði.
„Vampyres: From Dracula to Buffy and Bill“, 2015, Enska

Utan þessa stakir fyrirlestrar í ýmsum námskeiðum í HÍ:
„Skrímslamæður“, fyrirlestur í námsskeiðinu „Móðurhlutverkið“, kennari Annadís Gréta Rúdólfsdóttir, 1998.
„X-Files“, fyrirlestur í námsskeiðinu „Samtímabókmenntir“, kennari Ástráður Eysteinsson, 1998.
„Kyn og kynveran“ og „Kyn og klám“, fyrirlestrar í námsskeiðinu „Inngangur að Kynjafræði“, kennari Annadís Gréta Rúdólfsdóttir, 1998, endurtekið fyrir „Inngang að Kynjafræði“, kennari Þorgerður Einarsdóttir, 1999 og „Kyn og klám“ endurtekið fyrir „Kynjafræði“ í Nútímafræðum, kennari Þorgerður Einarsdóttir, 2001.
„Nútíma-víkingasögur“, tveir fyrirlestrar, í námskeiðinu „Konur í miðaldatextum“, kennari Helga Kress, 2001.
„Tim Burton“, tveir fyrirlestrar og „Orlando“, tveir fyrirlestrar, í námskeiðinu „Sögur og kvikmyndir“, kennari Ástráður Eysteinsson, 2001.
„Haruki Murakami“, í námskeiðinu „Samtímabókmenntir“, kennari Ástráður Eysteinsson, 2002.
Fyrirlestrar um Walter Benjamin og myndlestur í námskeiðinu „Menning og Markaður“, umsjónarmenn Ástráður Eysteinsson og Laufey Guðjónsdóttir, 2002 og 2003.
Fyrirlestur um japanskar myndasögur, manga, í námskeiðinu „Japanese Society and Culture“, kennari Kaoru Umezawa, haust 2004-2011.
Fyrirlestrar um manga og anime (japanskar teiknimyndir), þrír fyrirlestrar, í námskeiðinu „Japanese Society and Culture II“, haust 2007-2011.
Fyrirlestur um gagnrýni í námskeiðinu BBókmenntaritgerðir“, kennari Gunnþórunn Guðmundsdóttir, vor 2004, 2005 og 2006.
Fyrirlestur um táknheim líkamans í námskeiðinu „Efnismenning, hlutirnir, heimilið, líkaminn“, kennarar Valdimar Tr. Hafstein og Kristinn Schram, vor 2005, 2007 og 2008.
Fyrirlestur um íslenskar nútímabókmenntir í námskeiðinu „Icelandic culture and history“, 2009.
Fyrirlestur um íslenskar afþreyingarbókmenntir í námskeiðinu „Icelandic culture and history“, 2012, endurskoðaður og endurtekinn 2015.

Stundakennsla við Listaháskóla Íslands:
„Listir og menning“ í Kennaradeild, 2002-2006.
„Kvikmyndalestur“ í Myndlistardeild, 2002 og 2004.
„Sjónmenning samtímans“ í Myndlistardeild, 2002-2006.
„Myndun líkamans“ í Myndlistadeild 2003 og 2005.
„Myndasögur“ í Myndlistadeild 2005.
„Myndlestur“ í Hönnunar- og arkitektúrdeild 2002-2006.
„Myndmál tæknimenningar“ í Hönnunar- og arkitektúrdeild 2005
„Myndasögur“ í Hönnunar- og arkitektúrdeild 2002-2006 og 2013.
„Menning götunnar“ í Hönnunar- og arkitektúrdeild 2003.
Fyrirlestur og yfirferð í námskeiðinu „Prentlist“ í Myndlistardeild 2005.
Tveir fyrirlestrar um sæborgir í inngangsnámskeiði í Grafískri hönnun, í Hönnunar- og arkitektúrdeild, 2012.
Fyrirlestrar um mynd- og umhverfislestur í námskeiðinu „Læsi og stafrænir miðlar í kennslu“, kennari Ásthildur Jónsdóttir, 2014 og 2015.

Námskeiðahald:
Námskeið um afþreyingarmenningu, sjónmenningu og kvikmyndir og myndasögur hjá Námsflokkum Reykjavíkur (1997-1999).
Hluti af námskeiði um kvikmyndalestur við Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands, 1998.
Námskeið um sjónmenningu við Endurmenntunarstofnun, 1998, og námskeið um myndasögur 2003.
Fyrirlestrar í námskeiði um kynjaímyndir (2001) og í námskeiðinu „Handrit – Texti – Miðlun“ (2004) við Endurmenntunarstofnun.
Námskeið um myndasögur og örsögur, í félagi við Þórarinn Hugleik Dagsson, á vegum Skólaskrifstofu Suðurlands, ágúst 2003.
Námskeið um myndasögur fyrir starfsfólk Borgarbókasafns Reykjavíkur, vor 2007, og um Jane Austen, haust 2007.
Námskeið um myndasögur í Teiknideild Myndlistaskólans í Reykjavík, haust 2010, 2012 og 2014.
Námskeið um íslenskar samtímabókmenntir, fyrir starfsmannafélag BSRB, vor 2011, endurtekið með breytingum vorið 2015.
Námskeið um Jane Austen, fyrir starfsmannafélag BSRB, vor 2012.
Hluti úr námskeiði um Sjónmenningu, á Bifröst, sumar 2012.

Fyrirlestrar í öðrum skólum:
Fyrirlestur um vampýrur og gotneskar hrollvekjur við Trinity College Dublin, 1993 og 1994, endurtekinn í University of Edinburgh, 1995.
Fyrirlestur um myndasögur í námskeiði um „Lífsleikni“ í Menntaskólanum við Sund, 2000.
Fyrirlestur um tæknimenningum í námskeiði um „Heimspeki“ í Verzlunarskóla Íslands, 2001.
Fyrirlestur um ímynd Íslands á námskeiðinu „Hugmyndin um Ísland“, kennt við Hólaskóla 2001.
Fyrirlestur um framandleika á námskeiðinu „Ímyndir og framandleiki“, kennt við Listaháskóla Íslands, 2001.
Fyrirlestur um Jane Austen og skáldsöguna Hroka og hleypidóma í heimsbókmenntaáfanga, kenndur í Borgarholtskóla, 2002.
Fyrirlestur um ímynd Íslands á námskeiðinu „Menningartengd ferðaþjónusta“, kennt við Hólaskóla og Háskóla Íslands 2002.
Fyrirlestur um notkun kvikmynda í kennslu, á námskeiði fyrir myndlistakennara, í Listaháskóla Íslands, ágúst 2003.
Fyrirlestur í námskeiðinu „Aðferðafræði“ í Háskólanum í Reykjavík, október 2003.
Fyrirlestur í námskeiðinu „Samtímamenning“ í Viðskiptaháskólanum á Bifröst, október 2003.
Fyrirlestur í námskeiðinu „Nútímafræði“ í Viðskiptaháskólanum á Bifröst, ágúst 2004.
Fyrirlestur í námskeiðinu „Samtímamenning“, í Viðskiptaháskólanum á Bifröst, haust 2004.
Fjarfyrirlestur í námskeiðinu „Samtímamenning“, í Viðskiptaháskólanum á Bifröst, janúar 2005.
Ég hélt stutt námskeið / fyrirlestur um myndasögur við Háskólann á Akureyri, janúar 2004.
Fyrirlestur um ímynd Íslands í tónlistarmyndböndum í námskeiðinu „Menningartengd ferðaþjónusta“, kennt við Hólaskóla 2006.
Fyrirlestur um myndasögur fyrir börn, í námskeiðinu „Barnamenning (íslenska 633)“, við Borgarholtsskóla, haust 2007, endurtekinn með smávægilegum breytingum í námskeiði um myndskreytingar í barnabókum, kennt við Listaháskóla Íslands, vor 2008.
Um myndlestur á Listnámsbraut Verkmenntaskóla Akureyrar, haust 2009.

Aðrir fyrirlestrar:
Um hrollvekjur og vampýrur í Norræna sumarháskólanum, 1995.
Um hrollvekjur fyrir Rannsóknarstofu í Kvennafræðum, 1996.
Um sjónræna menningu, fyrir Rannsóknarstofu í Kvennafræðum, 2000.
Um íslenskar bókmenntir og tengsl þeirra við þjóðsögur, á sumarnámskeiði samtaka móðurmálskennara, 1996.
Um íslenskar bókmenntir síðasta árs á sumarnámskeiði samtaka móðurmálskennara, 1999.
Um vampýrur fyrir nemendur Menntaskólans í Reykjavík, 1997.
Um vampýrur fyrir Félag íslenskra fræða, 1999.
Um Fantasíur, íslenskar bókmenntir, vampýrur, kvikmyndaaðlaganir, vísindaskáldsögur og fantasíur, sjónmenningu og myndlestur fyrir starfsfólk Borgarbókasafna Reykjavíkur, 1998, 1999, 2001, 2002, 2004.
Um hryllingsmyndir á Hugvísindaþingi HÍ, 1999.
Um íslenskar kvikmyndir fyrir alþjóðaskrifstofu HÍ, 2000, endurtekinn fyrir erlenda skiptinema, 2000.
Um borgarmenningu í Opnum háskóla, 2000.
Um eyjur í íslenskum ljóðum á ljóðahátíð í Son í Noregi, 2000.
Um myndbönd Bjarkar á málþingi um Björk í samvinnu við Menningarborgina Reykjavík, 2000.
Um sjónræna menningu fyrir Félag myndmenntakennara, 2000, endurtekið fyrir kennara í Selásskóla, 2000.
Um tengsl leikhúss og hryllings á málþingi í tengslum við leiksýninguna Öndvegiskonur, í Borgarleikhúsinu, 2001.
Um skáldsöguna Augu þín sáu mig eftir Sjón á ráðstefnu um skáldsögur, í HÍ, 2001.
Um útópíur og sæborgir á málþingi Hugvísindastofnunar, í HÍ, 2002.
Um skrif kvenna á bókmenntakvöldi í umsjón Bókasafns Suðurnesja, Keflavík 2002.
Um myndasögur á málþingi um barnamenningu, haldið í menningarmiðstöðinni Gerðubergi, 2002.
Um kvenímyndir á námstefnunni Hamhleypur, haldin á vegum Endurmenntunarstofnunar HÍ, 19. júní 2002.
Um ímyndir kvensæborga í kvikmyndum, myndasögum og tískublöðum á ráðstefnu um Kvenna- og kynjarannsóknir, haldin á vegum Rannsóknarstofu í Kvennafræðum, haust 2002.
Um glæpasögur og skáldsögur Viktors Arnars Ingólfssonar fyrir Borgarbókasafn Reykjavíkur, á Vetrarhátíð, mars 2003.
Um myndasögur, í Bókasafni Kópavogs, mars 2003.
Um myndasögur, í Bæjar og Héraðsbókasafninu á Selfossi, apríl 2003.
Um myndlestur og myndlæsi á Samnorrænni Ráðstefnu bókasafna um Börn og tungumál, haldin í Reykjavík, maí 2003.
Um myndasögur, á fundi Félags forstöðumanna í almenningsbókasöfnum, maí 2003.
Um myndbönd Bjarkar, endurbætt erindi frá 2000, á alþjóðlegri ráðstefnu um popptónlist og poppmenningu, “The Power of Pop”, haldin á vegum Dönsku menningarstofnunarinnar í Brussel, maí 2003.
Um myndbönd Bjarkar, endurtekið og endurbætt erindi, á Norlit ráðstefnu um bókmenntir og sjónmenningu, ágúst 2003.
Um hrollvekjur, fyrir kennaranema í Kennaraháskólanum, vor 2003.
Um myndbönd Bjarkar, endurtekið, í tilefni af sýningunni “Humar eða frægð”, um Smekkleysu, haldið í tengslum við Icelandic Airwaves hátíðina, október 2003. Endurtekið, á dagskrá í tilefni af lokum sýningarinnar “Humar eða frægð”, um Smekkleysu, nóvember 2003. Endurtekið fyrir gesti Farfuglaheimilisins í Reykjavík, júlí og september 2004.
Um menningarstefnu og myndlestur á ráðstefnu ReykjavíkurAkademíunnar, “Menningarstefna - menningararfur - menningarfræði”, janúar 2004.
Um íslensk myndbönd við lög sem gefin eru út af Smekkleysu, í tilefni af opnun sýningarinnar “Humar eða frægð” í Kaupmannahöfn, apríl 2004. Endurtekið í tilefni af opnun sýningarinnar á Listastemmunni í Færeyjum, ágúst 2004.
Um kvenímyndir og náttúru í íslenskri menningu á vegum Isjap (Íslensk-Japanska félagsins), september 2004.
Um ævintýri og myndasögur á Galdur úti í mýri: alþjóðlegu Barna- og unglingabókahátíðinni í Reykjavík, 1. október 2004.
Um japanskar myndasögur, manga, á vegum Isjap (Íslensk-Japanska félagsins), haust 2004.
Um nýja íslenska myndlist á málþingi um sýninguna „Ný íslensk myndlist“, haldið í Listasafni Íslands, desember 2004.
Um myndasögur og myndlist á málþinginu „Orð og mynd“ á vegum Ritsins, febrúar 2005.
Um myndasögur og bókmenntir á málþingi í tengslum við myndasögumessuna Níuna, á Borgarbókasafni, apríl 2005.
Um íslenskar bókmenntir á námskeiði fyrir þýðendur, á vegum Rithöfundasambands Íslands, október 2005.
Um orð og myndir hjá Listasafni Akureyrar, desember 2005.
Um líftækni og bókmenntir á málþingi Borgarbókasafns Reykjavíkur, október 2005.
Um líftækni og bókmenntir á Hugvísindaþingi Háskóla Íslands, nóvember 2005.
Um bókaútgáfu ársins 2005 fyrir Félag íslenskra fræða, janúar 2006.
Um myndbönd Bjarkar á ráðstefnunni Ímyndir norðursins, febrúar 2006.
Um ímynd kvenna í íslenskum sjómannalagatextum, á sjómannalagahátíð í Listasafni Reykjavíkur á Hátíð hafsins, sumar 2006, endurtekið nokkuð breytt á útgáfuhátíð hljómsveitarinnar Roðlaust og beinlaust á Ólafsfirði, haust 2006, og endurtekið á sjómannalagakvöldi í Saltfisksetrinu í Grindavík, vor 2007. Endurtekið á málþingi um Hafið, í Hafnarborg, haust 2009.
Um Sólskinshest Steinunnar Sigurðardóttur, á dagskrá helgaðri henni, vor 2006.
Um Yosoy eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur, á dagskrá helgaðri henni, haust 2006.
Um dauðasyndina Dramb, á Amtsbókasafninu á Akureyri, febrúar 2007, endurtekið á Borgarbókasafni Reykjavíkur, mars 2007.
Um líftækni og kvikmyndir á Hugvísindaþingi Háskóla Íslands, vor 2007.
Um myndbönd Bjarkar og Smekkleysu á semínari Skandínavíudeildar UCL í London, vor 2007.
Um sæberpönk og framúrstefnu í íslenskum bókmenntum á alþjóðlegri ráðstefnu um framúrstefnu í Reykjavík, haust 2007.
Um manga, japanskar myndasögur, hjá Bókasafni Akraness, haust 2007.
Um myndasögur hjá Bókasafni Mosfellsbæjar, vor 2008, 2009, 2010, 2011, 2012 og 2013.
Um vampýrur, á málþingi á Myrkum músíkdögum, í tilefni af sýningu kvikmyndarinnar Nosferatu með nýrri kvikmyndatónlist, í Salnum, febrúar 2008.
Um íslenskar nútímabókmenntir á Hugvísindaþingi vor 2008.
Um sæborgir á hádegisfundi hjá ReykjavíkurAkademíunni, haust 2008.
Um samspil orða og mynda í myndasögum á Hugvísindaþingi, vor 2009.
Um Hringsól Álfrúnar Gunnlaugsdóttur á Hugvísindaþingi vor, 2009.
Um myndasögur hjá Tækniskólanum, vor 2009.
Um íslenskar nútímabókmenntir á þingi bókasafnsstarfsfólks í hluta Noregs, í bænum Førde, haust 2009.
Um vampýrur á þingi bókasafnsstarfsfólks í hluta Noregs, í bænum Førde, haust 2009.
Um myndlist japanska listamannsins Yoshitomo Nara, á málþingi tileinkuðu honum í Listasafni Reykjavíkur, haust 2009.
Um vampýrur í tilefni af sýningu kvikmyndarinnar Låt den rätta komma ind í Norræna húsinu, janúar 2010.
Um vampýrur hjá Tækniskólanum, vor 2010.
Um manga á alþjóðlegri ráðstefnunni Varðveisla til framtíðar: Sjálfbærni tungumáls, menningar og náttúru sem haldin var á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, vor 2010.
Um myndlestur á Listasafni Árnesinga, vor 2010.
Bókmenntaganga: Pöbbarölt, fyrir starfsmannafélag Tækniskólans, vor 2010.
Um íslenskar myndasögur og myndaskáldsöguna á Komiks.dk, myndasögumessu í Kaupmannahöfn, vor 2010.
Um kreppu og glæpasögur á málþingi helguðu skrifum um kreppuna á Íslandi, haldið við Háskólann í Basel í Sviss, vor 2011.
Um myndasögur hjá Amtsbókasafninu, Akureyri, 2011.
Þrír mismunandi fyrirlestrar um sæborgir á hádegisfundi Líftæknistofnunar Háskóla Íslands, á fundi Vísindafélags Íslendinga og á afmælisráðstefnu RIKK, 2011.
Fyrirlestur um sæborgir á hádegisfundi líffræðinga við Háskóla Íslands, 2012.
Um hrollvekjur hjá Tækniskólanum, vor 2012.
Um vampýrur hjá Upplýsingu, haust 2012, endurtekinn hjá Amtsbókasafninu á Akureyri, haust 2012.
Fjórir mismunandi fyrirlestrar um vampýrur hjá Bókasöfnum Hveragerðis, Selfoss, Hellu og Þorlákshafnar, haust 2012.
Bókmenntaganga um hrollvekjur, fyrir Rannís, haust 2012.
Dagskrá um hrollvekjur (Myrkur í tali og tónum), í Hannesarholti á Vetrarhátíð, 2013.
Um myndasögur hjá Tækniskólanum, vor 2013.
Um myndlæsi á málþingi um læsi á vegum Reykjavíkurborgar, skóla- og frístundasviðs, haust 2013.
Dagskrá um hrollvekjur á hrollvekjuhátíðinni Horror and Art í Umeå, 2014.
Fyrirlestur um sæborgir á ráðstefnu norrænu lífsiðanefndarinnar, „Synthetic Biology; Bioethics and Biosafety“, í Tromsö 2014.

Styttri erindi:
Á málþingi gagnrýnenda, 1998.
Á málþingi í tengslum við sýninguna Flögð og fögur skinn á Listahátíð, 1998.
Á málþingi í tengslum við Orðið tónlist, hátíð talaðrar tónlistar, á menningarborgarárinu 2000.
Á kvöldskemmtun hjá félagi Zonta, 1999, fyrir ReykjavíkurAkademíuna, 1999, Bókasambandið, 2000, Félag áhugamanna um heimspeki, 2001, Soroptimista, 2002, Jólaskemmtun Kvennakórs Garðabæjar, 2003.
Leiðsögn um sýninguna Ó Náttúra, haust 2007.
Við opnun sýningarinnar Aðkomumaður, Listasafn Akureyrar janúar 2010.
Við opnun sýningarinnar Sæborgin: Kynjaverur og ókindur, Gerðarsafn, Listasafn Kópavogs, janúar 2012.

Önnur störf
Nú starfandi bókmenntagagnrýnandi á Bókmenntavef Borgarbókasafnsins, bokmenntir.is, og skrifa þar bæði um bókmenntir og myndasögur.
Sat í stjórn Rithöfundasambands Íslands (frá 2013-2015)
Sat í stjórn Launasjóðs fræðiritahöfunda (2012)
Varaformaður í stjórn Hlaðvarpans (frá 2011-2015)
Sýningarstýra sýningarinnar Sæborg: Kynjaverur og ókindur, í Gerðarsafni, 2012 (með Helga Hjaltalín Eyjólfssyni)
Ritstjóri (með Birni Ægi Norðfjörð) að Ritinu 2/2010, þema heimsbíó.
Sat í dómnefnd Fjöruverðlaunanna 2011.
Var féhirðir Hins íslenska glæpafélags, 2008-2010.
Sýningarstýra sýningarinnar Images of Technology í danska netgalleríinu Netfilmmakers.dk 2007.
Sýningarstýra sýningarinnar Skrýmsl: óvættir og afskræmingar, í Listasafni Akureyrar 2005.
Ritstjóri (með Bjarna Hinrikssyni) að sýningaskránni GISP! Nían (myndasögumessa), Listasafn Reykjavíkur 2005.
Sat í fagnefnd menningar- og ferðamálaráðs, árin 2004 og 2005.
Ritstjóri (með Davíð Ólafssyni) að tónleikaskránni Orðið tónlist, Smekkleysa, Reykjavík 2000.
Sat í dómnefnd fyrir hönd Íslands um “Glerlykilinn” sem veittur er fyrir bestu norrænu glæpasöguna, árin 1999-2004.
Sat í ritnefnd ritraðarinnar Atvik, sem gefin er út af Bjarti og ReykjavíkurAkademíunni 1999-2001.
Sat í ritnefnd bókarinnar Flögð og fögur skinn (ritstj. Jón Proppé), art.is, Reykjavík, 1998.
Sat í úthlutunarnefnd Kvikmyndasjóðs 1998-1999 og 1999-2000.
Skrifaði reglulega pistla um kvikmyndir, bókmenntir og myndasögur fyrir tímaritið Vera.
Var kvikmyndagagnrýnandi á DV 1997-1999, fjölmiðlagagnrýnandi í þættinum “Mósaík” í Sjónvarpinu (RÚV), 1998-1999, bókmenntagagnrýnandi “Kastljóssins” 2000, 2001 og 2002 og bókmenntagagnrýnandi og menningar- og kvikmyndarýnir í þættinum “Víðsjá”, á Rás 1  Ríkisútvarpsins frá 1997 - 2001.

Ég er fræðikona í ReykjavíkurAkademíunni, félagi sjálfstætt starfandi fræðifólks, félagi í Hagþenki, Rithöfundasambandi Íslands og Hinu íslenska glæpafélagi. Ég hef birt ljóð og smásögur í ýmsum íslenskum tímaritum og bókum og í danska ritinu Hvedekorn og lesið eigin verk í útvarpi og sjónvarpi. Ég hef gefið út tvær bækur á eigin vegum, með ljóðum og prósa.

Ég hef skrifað fjölda greina og bókakafla í bæði fræðirit og almennari (sjá ritaskrá).

Ég hef skrifað yfir þrjátíu yfirlitsgreinar um íslenska rithöfunda á bókmenntavef Borgarbókasafns Reykjavíkur, www.bokmenntir.is.

Styttri greinar og viðtöl í dagblöðum og tímaritum, svo sem DV, Bond-blaðið, kynningarblöð fyrir kvikmyndahátíðir, 19. júní, Mannlíf, Bleikt og blátt, Börn og Menning, Lesbók Morgunblaðsins og Veru.

Nokkrar greinar í leikskrám og sýningarskrám.