Inga Ósk Ásgeirsdóttir og Úlfhildur Dagsdóttir:
Kennsluvefur um myndlestur


 

SÍÐAN

MYNDLESTUR

MYNDASÖGUR

MYNDABÆKUR

HREYFIMYNDIR

Verkefni og ítarefni - myndlestur

Myndir og orð

Sjónarhorn

Raunveruleiki

Auglýsingar

Táknfræði

Hver á heima hér?

Kynjamyndir

Heimildir

Verkefni og ítarefni

1. Ímynd Íslands í auglýsingum

Hér er glærusýning um ímynd Íslands í auglýsingum.

Skoðið myndirnar og túlkið. Æfið ykkur í að beita kenningum Rose, Saussure og Peirce um myndlestur.

 1. Hvaða hugmyndir um Ísland koma fyrir aftur og aftur?

 2. Hvernig er sagan og menningararfurinn notaður í þessum auglýsingum?

 3. Hvernig birtast mismunandi hlutverk kynjannna í auglýsingunum?
  Skoðið bakgrunn, forgrunn og samsetningu mynda. Hér koma nokkur atriði sem gefa má gaum:

  - markhópur
  - borg og náttúra
  - lógó
  - samspil texta og mynda
  - litir
  - hreyfing/kyrrstaða
  - veðurfar
  - augnaráð
  - sjónarhorn
  - írónía
  - kynferðislegar vísanir
  - hreinleiki
  - náttúra

2. Myndir í blöðum og bæklingum

Gott er að safna bæklingum, ruslpósti, Fréttablaði, Grapevine, Monitor og öðrum dagblöðum og tímaritum og mæta með í kennslustund. Síðan skoða nemendur myndir, einir sér eða í hópum, og velja dæmi til að miðla til hinna. Önnur hugmynd er að nemendur klippi út úr blöðum myndir og jafnvel texta sem höfðar til þeirra og búi til klippimynd/sjálfsmynd eða vinni klippimyndir eftir ákveðnum þemum. Dæmi um þemu: Íslendingar, ungt fólk, sjórnmál, auglýsingar, staðalmyndir, jafnrétti....


3. Auglýsingar sem orka tvímælis

Auðvelt er að nálgast áfengisauglýsingar og aðrar auglýsingar sem orka tvímælis á netinu, td. á kvikmynd.is Hvaða skilaboð eru td. send unglingsstúlkum og íslenskum ungmennum almennt? Hvaða ímyndum halda stórfyrirtæki á lofti og hvaða brögðum beita þeir til að ná til ungmenna?


4. Forsíður unglingabóka

Ein hugmynd er að skoða og bera saman myndir af forsíðum unglingabóka. Hvaða hugmyndir koma fram á þeim varðandi kynhlutverk, tengsl kynjanna og unglinga almennt.


5. Börn sem markhópur

Í Neytendablaðinu 2. tbl. 2005 er mjög áhugaverð grein „Innkaupakynslóðin" eftir BP sem birtist í Neytendablaðinu 2. tbl. 2005.

Í Morgunblaðinu má sömuleiðis finna grein eftir Gísla Tryggvason „Leiðinlegt að stara á allt nammið" frá 27.5. 2008. Slóðin er http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1217383/

Þessar tvær greinar má svo tengja grein Dagnýjar Kristjánsdóttur „Latibær er skyndibiti", TMM 2006, 4, bls. 5-23 og umræðu um börn og bernsku. Hvernig birtist leikfangavæðing, hvernig eru leikföng og leikir barna? Hverjar eru birtingarmyndir stelpu- og strákamenningar, í barnabókum og umhverfinu, td. klæðnaði og hönnun? Hvaða áreiti er beint að börnum?

Liza Marklund og Lotta Snickare gáfu út bókina Það er staður í helvíti fyrir konur sem hjálpa ekki hver annarri, ísl. þýðing Erna G. Árnadóttir, bókaútgáfan Ari, Reykjavík 2006. Í henni eru mjög aðgengilegir kaflar um félagsmótun kynjanna.

 

Ítarefni


Bókin Bernskan, leikir og störf íslenskra barna fyrr og nú eftir Símon Jón Jóhannsson og Bryndísi Sverrisdóttur er mjög áhugaverð. Örn og Örlygur, Reykjavík 1990.

Á þessari síðu má sjá ýmsar lagaðar myndir: http://www.cs.dartmouth.edu/farid/research/digitaltampering/

Hér má fræðast meira um táknfræði: http://www.cs.indiana.edu/~port/teach/103/sign.symbol.short.html

Linkur með nokkrum sjónrænum blekkingarmyndum

 
Ábyrgðarmenn: Inga Ósk Ásgeirsdóttir ingaosk@bhs.is og Úlfhildur Dagsdóttir varulfur@centrum.is