Inga Ósk Ásgeirsdóttir og Úlfhildur Dagsdóttir:
Kennsluvefur um myndlestur


 

SÍÐAN

MYNDLESTUR

MYNDASÖGUR

MYNDABÆKUR

HREYFIMYNDIR

Táknfræði

Myndir og orð

Sjónarhorn

Raunveruleiki

Auglýsingar

Táknfræði

Hver á heima hér?

Kynjamyndir

Heimildir

Verkefni og ítarefni

Táknfræði eru fræði sem snúast um tákn. Tákn í þessu samhengi eru þýðing á enska orðinu „sign“. Í ensku er gerður greinarmunur á „sign“ og „symbol” en á íslensku þýðast bæði orðin sem tákn sem vissulega flækir hugtakið. Táknfræðihugtök eru verkfæri til að greina myndir og kanna hvernig merking þeirra er samansett.

Táknfræðin gefur sér að öll menning okkar samanstandi af táknum sem við lesum í. Sem dæmi um menningarbundin táknkerfi má nefna líkamsmál, klæðnað, heimili og hegðun. Þetta felur í sér að hugmyndir okkar um hvaðeina eru tilbúnar, náttúran er því ekki náttúran sjálf heldur hugmyndir okkar um náttúruna. Miðlun og túlkun er alltaf til staðar og við gefum öllu í kringum okkur merkingu.

Dæmi notkun tákna er í auglýsingu Morgunblaðsins, Innihaldið skiptir öllu máli, en þar eiga margar myndir að tákna allt það efni sem finna má í blaðinu.

Hvað er tákn?

Grunnhugmyndin um táknið kemur úr málvísindum, frá svissneska fræðimanninum Ferdinand Saussure. Hann benti á að merking orða er ekki gefin eða algild. Hún er í raun tilviljanakennd og byggð á almennu samþykki og hefð fyrir því að nefna hluti og hugmyndir ákveðnum orðum. Þannig eru orðin sem við höfum yfir hluti eins og borð og stól ekki náttúruleg eða gefin, heldur búin til, í tungumáli og menningu.

Sausssure setti fram kenningu um að táknið væri þrískipt og sett saman úr táknmynd og táknmiði sem saman mynda tákn. Táknmyndin er orðið og táknmiðið er sú hugmynd sem við höfum um fyrirbærið sem orðið vísar til. Tákn er því skapað úr orði og hugmynd, en hluturinn sjálfur kemur aldrei inn í málið, hann er bara það sem vísað er til.

Táknmyndin hús vísar til táknmiðs, ímyndar af húsi sem í hugum okkar er líklegast í ætt við þá sem sést efst til vinstri á barnateikningunni. Merking orðsins er þó ekki einhlít heldur háð bakgrunni einstaklingsins og hvar hann býr í heiminum.
Ef við tökum dæmi um huglægara orð þá er táknmiðið fyrir táknmyndina „jól“ þær hugmyndir sem koma upp í hugann þegar orðið er nefnt lesið:  jólahátíð, jólaljós, jólaskraut, jólaboð, kristin hátíð, afmæli Jesú, gjafir...


Kenningar Charles Peirce um þrjár gerðir tákna

Charles Peirce skiptir táknum í þrennt og leggur áherslu á samhengi tákna. Samkvæmt Peirce hefur táknið aðeins merkingu þegar einhver gefur því merkingu, undir ákveðnum kringumstæðum, eða á tilteknum forsendum.

Íkon (icon). Líkindi. Dæmi: ljósmynd af hlut. Tengslin milli táknmyndar og táknmiðs eru mjög náin, þeim svipar hvoru til annars. Mynd af andliti þínu er íkon af þér. Dæmi: Ljósmynd af jólaskrauti táknar jólaskraut, er íkon fyrir jólaskraut.
Vísir (index). Bein eða hefðarbundin tengsl. Oft afleiðingartengsl bundin stað og tíma. Dæmi: Fótspor, dökkt ský á himni - vísir að rigningu, gretta - vísir að viðkomandi mislíki eitthvað, harður framburður - vísir að norðlenskum uppruna.
Symból (symbol). Minni líkindi, lærð tengsl. Dæmi: Þjóðfáni sem stendur fyrir tungumál eða þjóðerni eftir hentugleika og myndin af Che Guevara sem er orðin táknmynd byltingar og róttækni auk þess að vera almennt tískufyrirbæri.

Merkingarferlið

Í hvert skipti sem við skoðum einhvern hlut fer matsferli í gang, háð forþekkingu okkar og smekk. Við metum form, lit, stíl, byggingu, hvort okkur finnst hluturinn fallegur eða ljótur, siðlegur eða ósiðlegur. Verkið hér til hliðar, Tvífarinn eftir franska súrrealistann Magritte, veldur heilabrotum, það er raunsæislegt á yfirborði en 'ómögulegt' við nánari skoðun.

Merkingarferli okkar lýtur ákveðnum lögmálum. Hér á eftir verða sýnd nokkur dæmi sem útskýra hvers vegna við eigum erfitt með að sjá hluti á annan hátt hátt en hefðbundinn, líkt og felumyndir sanna.

Magritte: Tvífarinn

Nálægð punktanna og samsvarandi form ráða því hvort lesum línur eða dálka.
Flestir setja svarta litinn í forgrunn og para saman stökin sem standa saman.
Sömuleiðis er tilhneiging til að sjá frekar lokuð mynstur en opin.
Mynd eftir danskan sálfræðing Edgar Rubin. Hér er misjafnt hvort svarti eða hvíti liturinn er í forgrunni. Yfirleitt sveiflast skynjuninin á milli myndanna en við höfum tilhneigingu til að sjá myndina sterkar á annan hvorn veginn.
Hvaða orð sjáið þið úr þesssari mynd?

Myndmál og stílbrögð

Oft er hægt er að greina myndmál auglýsinga á sama hátt og í skáldskap. Þannig má sjá myndhverfingu í Absolut auglýsingunni.

Írónía er í Micra auglýsingunni en þar sjáum við að maðurinn sem tók konubílinn í óleyfi fékk hundamat að borða.
Hægt er að tala um viðlíkingu milli Malborough sígarettnanna og karlmannlegs lífsstíls.
Kókauglýsingin er írónísk vegna breyttra viðhorfa til kókdrykkju líkt og Malboro auglýsingin fyrir ofan sem dásamar frelsi og hreystisígarettureykingamannsins.
Í eftirlaunasparnaðarauglýsingunni er höfðað til kynhvatar og löngunar kvenna. Á myndunum eru tvö kampavínsglös, íturvaxinn karlmaður, virðulegt skjal sem á stendur orðið pension eða eftirlaun og loks pokar úr fínum verslunum. Myndirnar eru merktar a, b, c og d. Textinn fyrir ofan segir þér að raða eftir mikilvægi en textinn fyrir neðan segir þér að raða upp á nýtt og ímynda þér að þig 60 ára. Slíkur leikur er algengur þar sem myndir lesast á undan orðum.

Í þessari auglýsingu frá Apple er vísun í frægt verk súrrealistans Magritte.

Að lokum má sjá Silk cut auglýsingu þar sem vöruheitið er myndgert sem kynferðislegt tákn enda myndir af reykjandi fólki ekki vænlegar til vinsælda í dag. Viðvörunartextinn um skaðsemi reykinga er vísbending um vöruna sem auglýst er.
Ábyrgðarmenn: Inga Ósk Ásgeirsdóttir ingaosk@bhs.is og Úlfhildur Dagsdóttir varulfur@centrum.is