Inga Ósk Ásgeirsdóttir og Úlfhildur Dagsdóttir:
Kennsluvefur um myndlestur


 

SÍÐAN

MYNDLESTUR

MYNDASÖGUR

MYNDABÆKUR

HREYFIMYNDIR

Sjónarhorn

Myndir og orð

Sjónarhorn

Raunveruleiki

Auglýsingar

Táknfræði

Hver á heima hér?

Kynjamyndir

Heimildir

Verkefni og ítarefni

 

Myndlestur felst því í að lesa myndir í menningarlegu samhengi, ekki bara með áherslu á sjálfa myndina, heldur útfrá sem flestum sjónarhornum, umhverfi hennar, sögu og viðtökum.

Myndasöguhöfundurinn Peter Kuper gaf út bækurnar Mind´s Eye og Eye of the Beholder (2000). Hér má sjá myndir úr fyrrnefndu bókinni. Þar setur hann upp myndagátur sem samanstanda af fjórum litlum myndum og einni stórri. Fyrst á að skoða litlu myndirnar og reyna að átta sig á því hver það sé sem horfir og frá hvaða sjónarhorni. Stóra myndin veitir svarið.

Hver sér svona?

Með því að færa bendilinn yfir myndirnar fáið þið svarið.

Hér sjáum að myndagáturnar bera í sér pólitískan boðskap. Á fyrstu myndinni er verkstjórinn að skamma verkamanninn. Þar birtist okkur valdatogstreita. Myndin af átröskunarsjúklingnum er ekki sérlega aðlaðandi. Konan er gerð grindhoruð og það er greinilegt að myndhöfundur gagnrýnir ofuráherslu á að konur séu grannar. Á þriðju myndinni er deilt á kynþáttafordóma, hvítt fólk reynir að verða hörundsdökkt því það þykir fallegt, en hörundsdökku fólki er bannaður aðgangur að sólbaðsaðstöðunni, nema auðvitað til að þrífa. Frá sjónarhorni blökkumannsins á myndinni er þetta hvíta fólk fáránlegt, en líkt og í fyrstu myndinni er það í valdameiri stöðu.

 
Ábyrgðarmenn: Inga Ósk Ásgeirsdóttir ingaosk@bhs.is og Úlfhildur Dagsdóttir varulfur@centrum.is