Inga Ósk Ásgeirsdóttir og Úlfhildur Dagsdóttir:
Kennsluvefur um myndlestur


 

SÍÐAN

MYNDLESTUR

MYNDASÖGUR

MYNDABÆKUR

HREYFIMYNDIR

Verkefni og ítarefni - myndsögur

Myndasögur

Teiknistílar

Rammar - Tinni

Rammar - Ástríkur

Rammar - Goðheimar

Myndbygging - Vegur Dixie

Stíll - Sorte sider, Persepolis og Monkey vs. Robot

Manga

Íslenskar myndasögur

Heimildir

Verkefni og ítarefni

Myndasagan: Hetjur, skrýmsl og skattborgarar eftir Úlfhildi Dagsdóttur (2014)

Fræðirit um heim myndasagna sem ætlað er að breiða út þá einföldu en mikilvægu staðreynd að myndasögur eru skemmtilegar.

Niðurskipun efnisþátta í bókinni miðast við þrjár meginlínur myndasagna: Evrópskar, Bandarískar og Japanskar, sem síðan greinast í frekari flokka. Helstu flokkarnir eru: Manga, Evrópskar sögur, Ofurhetjur, Vísindaskáldskapur, Hrollvekjur, Ævintýri, Skáldrit, Skrípó, Gamansögur og Annað. Sérstakur kafli er um myndasögur á Íslandi. Hverjum flokki fylgir ágrip af sögu og helstu einkennum, auk þess sem tekin eru dæmi til greiningar útfrá kenningum um frásagnaraðferðir og myndmál myndasögunnar.

1. Hópverkefni - Skoðun og samanburður

Kennari fer á bókasafn og kemur með fullt af teiknimyndasögum í tíma. Skiptir nemendur í 3-4 manna hópa og lætur hvern hóp velja sér nokkrar bækur og skoða:

1. Hugflæði (2 mínútur)

Hvaða teiknimyndasögur lásuð/lesið þið? Hver nefni þær sem koma fyrst í hugann.

2. Samanburður og lýsing

Hópurinn gerir grein fyrir bókunum, munnlega eða skriflega.
Hér koma nokkrir punktar til viðmiðunar.

 1. Tegund – hvernig mynduð þið flokka myndasöguna? Fyrir hverja er hún? Hver er tilgangurinn (fræða, skemmta...)?

 2. Efni – Um hvað fjallar bókin? Er sagan raunsæisleg/fantastísk?

 3. Er bókin ein löng saga eða margar litlar?

 4. Hvernig er samspil texta og mynda? Hvernig eru talblöðrur og letur?

 5. Hvernig er teiknistíllinn?

 6. Hvernig er lögun rammans og rammanotkunin?

 7. Hvernig eru samtöl sýnd?

 8. Hvernig er aksjón” sýnd?

 9. Eru persónur raunsæjar/stílfærðar?

 10. Er umhverfið raunsætt/stílfært?

 11. Hvernig er húmorinn?

 12. Hvert er ykkar myndasögunni í heild?

 

2. Heil myndasaga

Nemendur velja sér eina myndasögu, blað eða bók og lesa í heild sinn. Þeir greina hana svo og túlka með hliðsjón af hugtökunum og eigin upplifun.


3. Eigin myndasaga

Nemendur semja eigin myndasögu, annaðhvort út frá bókmenntaverki, ímynduðum aðstæðum s.s. heimkomu, gestakomu, uppljóstrun eða jafnvel atviki úr eigin lífi. Þeir fá 1 A4 blað og skipta því í ramma að vild, 4, 8 eða 12 til dæmis og teikna sögurnar sem síðan eru hengdar fallega upp á vegg.


Ábyrgðarmenn: Inga Ósk Ásgeirsdóttir ingaosk@bhs.is og Úlfhildur Dagsdóttir varulfur@centrum.is