Inga Ósk Ásgeirsdóttir og Úlfhildur Dagsdóttir:
Kennsluvefur um myndlestur

 

SÍÐAN

MYNDLESTUR

MYNDASÖGUR

MYNDABÆKUR

HREYFIMYNDIR

Tinni - rammanotkun

Myndasögur

Teiknistílar

Rammar - Tinni

Rammar - Ástríkur

Rammar - Goðheimar

Myndbygging - Vegur Dixie

Stíll - Sorte sider, Persepolis og Monkey vs. Robot

Manga

Íslenskar myndasögur

Heimildir

Verkefni og ítarefni

Í Tinnabókunum eru persónurnar eru einfaldaðar, næstum í skopmyndastíl, en bakgrunnurinn er yfirleitt raunsæislegur og mjög nákvæmur eins og sést vel á dæmunum hér að neðan. Hér verður rammanotkun skoðuð í þremur síðum úr Tinnabókum.

1. Blái lótusinn

Takið eftir baðherberginu á miðmyndinni í efstu röðinni, en þar er allt mjög nákvæmlega teiknað, vaskurinn, kranarnir, handklæðið, tannburstaglasið og flísarnar á gólfinu. Takið einnig eftir umhverfinu í stóra rammanum, en þar er dregin upp mjög góð mynd af asískri verslunargötu og allt kínverska letrið er ‘rétt’. Það má einnig benda á að myndbygging síðunnar er til þess fallin að stýra upplifun lesandans, meðan fyrstu þrír rammarnir efst á síðunni gefa til kynna nokkurn hraða og hreyfingu (Tinni er í næstum eins stellingu á fyrstu og síðustu myndinni, með fingurinn á lofti og greinilega að skipuleggja og drífa áfram) þá hægir stóri ramminn á miðri síðunni á frásögninni og gefur tilfinningu fyrir sögusviðinu.

2. Í myrkum Mánafjöllum

Í Tinnabókunum má finna fleiri dæmi um það hvernig stærð og lögun ramma segir söguna, en myndasöguhöfundurinn Will Eisner (1985) hefur fjallað um þetta hlutverk ramma. Á þessari opnu úr bókinni Í myrkum Mánafjöllum er eldflaugin á ferð um geiminn, en í þessari sögu fer Tinni til tunglsins með félögum sínum. Breiði ramminn í annarri röð sýnir hreyfingu eldflaugarinnar á hlið, meðan sá styttri neðst sýnir sömu hreyfingu, bara hraðar - það að ramminn hefur þrengst gefur til kynna meiri hraða, auk þess sem eldflaugin stefnir nú meira í átt að lesandanum.
Á næstu síðu sjáum við svipuð dæmi, nema nú er það hæð rammanna sem skiptir máli. Í fyrri rammanum neðst á síðunni er eldflaugin að lenda, hraðinn og hreyfingin eru sýnd með því að hafa rammann háan og mjóan. Í næsta ramma er eldflaugin komin mun nær yfirborði tunglsins og þá breikkar ramminn því hér er hraðinn minni og lesandinn fær meiri tilfinningu fyrir kyrrstöðu. Það að rammarnir eru neðst á síðunni gefur líka til kynna einskonar lok, ferðalok, og lendingu.
 
Ábyrgðarmenn: Inga Ósk Ásgeirsdóttir ingaosk@bhs.is og Úlfhildur Dagsdóttir varulfur@centrum.is