Inga Ósk Ásgeirsdóttir og Úlfhildur Dagsdóttir:
Kennsluvefur um myndlestur

 

SÍÐAN

MYNDLESTUR

MYNDASÖGUR

MYNDABÆKUR

HREYFIMYNDIR

Stíll - Sorte sider, Persepolis og Monkey vs. Robot

Myndasögur

Teiknistílar

Rammar - Tinni

Rammar - Ástríkur

Rammar - Goðheimar

Myndbygging - Vegur Dixie

Stíll - Sorte sider, Persepolis og Monkey vs. Robot

Manga

Íslenskar myndasögur

Heimildir

Verkefni og ítarefni

Sorte Sider

Vegur Dixie er teiknaður í hreinlínustílnum en alls ekki allar evrópskar sögur nota þann teiknistíl. Franquin, sem þekktastur er fyrir sögurnar um Sval og Val og Gorminn, teiknar til dæmis í allt öðruvísi, miklu óreiðukenndari og óreglulegri stíl enda er heimur hans yfirleitt ekki eins formfastur og raunsæislegur og Tinnabókanna. Hér er dæmi úr bók Franquin Sorte Sider:

Þessi síða sýnir vel hvernig heimur Franquins endurspeglar teiknistílinn. Örmagna maður telur sig sjá borgarljós í fjarska en ljósin reynast vera glyrnurnar á hungruðum úlfum. Sagan gerist í teikningunni: svartir úlfarnir falla saman við svarta nóttina sem myndar andstæðu við hvítan snjóinn undir fótum mannsins. Þessi heimur er fullur af ógnum og lýtur engum röklegum lögmálum.

Persepolis

Annað dæmi um það hvernig stíllinn segir söguna er að finna í Persepolis eftir íranska höfundinn Marjane Satrapi. Þar segir hún ævisögu sína og sögu Írans í leiðinni.

.
Á fyrstu síðu segir hún frá því að hún var tíu ára þegar klerkabyltingin var gerð í Íran og öllum konum var fyrirskipað að ganga með blæju. Stíllinn er barnslegur, enda er hún að segja söguna útfrá sjónarhorni barns þrátt fyrir að vera að fjalla um pólitískt og þar með ‘fullorðinslegt’ málefni. Takið líka eftir að þessum barnslega stíl fylgir að fjarvídd og hlutföll eru röng og það gefur tilfinningu fyrir upplausn veruleikans/samfélagsins, alveg eins og í sögu Franquin. Stíllinn lýsir því vel hvernig barnið upplifir breytingar og óróa og allur heimurinn er á skjön við það sem hún þekkir.
Á þessari síðu er sýnd mynd af ferðalagi aðalsöguhetjunnar og fjölskyldu hennar um Suður-Evrópu. Takið eftir því hvernig flamenkódansarinn fellur inn í mynstrið í miðjunni. Takið einnig eftir fljúgandi teppinu, en ævintýrin úr Þúsund og einni nótt eru einmitt frá Íran.

Monkey vs. Robot

Kanadíski höfundurinn James Kochalka notar líka barnalegt myndmál í myndasögunni Monkey vs Robot. Þó er viðfangsefnið hápólitískt, en sagan fjallar um mengun og umhverfisvernd. Hér er mynd af litlum apa sem er að eltast við fiðrildi en fær yfir sig olíu.

Olían kæfir apann og hann deyr. Takið eftir að ramminn er hafður lítill til að ítreka dramatíkina og sorgina í dauða þessa litla, glaða dýrs.
Ábyrgðarmenn: Inga Ósk Ásgeirsdóttir ingaosk@bhs.is og Úlfhildur Dagsdóttir varulfur@centrum.is