Inga Ósk Ásgeirsdóttir og Úlfhildur Dagsdóttir:
Kennsluvefur um myndlestur

 

SÍÐAN

MYNDLESTUR

MYNDASÖGUR

MYNDABÆKUR

HREYFIMYNDIR

Myndbygging - Vegur Dixie

Myndasögur

Teiknistílar

Rammar - Tinni

Rammar - Ástríkur

Rammar - Goðheimar

Myndbygging - Vegur Dixie

Stíll - Sorte sider, Persepolis og Monkey vs. Robot

Manga

Íslenskar myndasögur

Heimildir

Verkefni og ítarefni

Vegur Dixie

Afstaða persóna á myndfletinum og það hvað er í forgrunni og bakgrunni segir líka sína sögu. Vegur Dixie eftir Labiano & Dufaux er saga Dixie, ungrar stúlku, sem í upphafi sögunnar bíður fyrir utan skólann eftir að mamma hennar sæki hana.

Fyrsti ramminn er stór kynningarrammi sem tekur yfir þriðjung síðunnar og sýnir hús í fjarlægð sem er skóli Dixie. Næsti rammi er jafnbreiður en mjórri, mjó ræma sem sýnir Dixie bíða eina á tröppum skólans. Báðir rammarnir undirstrika einsemd hennar. Kennari hennar kemur út og við getum séð að samskipti þeirra eru ekki góð eftir því hvernig staða þeirra innan rammans breytist. Þó tekur hún fram í byrjun að henni líki vel við hann því hann láti hana í friði. Afgangurinn af síðunni er settur upp í fjóra ílanga ramma þar sem kennarinn fer að skipta sér af vinskap Dixie, sem er hvít, við svartan strák. Til þess að undirstrika hvað kennarinn gengur nálægt stúlkunni með spurningum sínum þrengist sjónarhornið í hverjum ramma, þannig að Dixie og kennarinn fylla alveg út í síðasta rammann, andlit stúlkunnar er fyrir miðju í bakgrunni en yfir henni gnæfir síðan sperrtur kennarinn í forgrunni. Í fyrsta rammanum stendur hann jafnfætis henni, en jafnframt því að ramminn þrengist breytist sjónarhornið og færist ofar svo kennarinn í forgrunni virðist stækka í samanburði við stúlkuna. Þessi einfalda síða er gott dæmi um möguleika myndasögunnar til að skapa persónur og sviðsetja tilfinningar á einfaldan en sterkan hátt.
Ábyrgðarmenn: Inga Ósk Ásgeirsdóttir ingaosk@bhs.is og Úlfhildur Dagsdóttir varulfur@centrum.is