Inga Ósk Ásgeirsdóttir og Úlfhildur Dagsdóttir:
Kennsluvefur um myndlestur

 

SÍÐAN

MYNDLESTUR

MYNDASÖGUR

MYNDABÆKUR

HREYFIMYNDIR

Íslenskar myndasögur

Myndasögur

Teiknistílar

Rammar - Tinni

Rammar - Ástríkur

Rammar - Goðheimar

Myndbygging - Vegur Dixie

Stíll - Sorte sider, Persepolis og Monkey vs. Robot

Manga

Íslenskar myndasögur

Heimildir

Verkefni og ítarefni

Vetrarvíg

Íslenskar myndasögur eiga sér ekki langa hefð. Dæmi um nýlegar, vinsælar myndasögur eru myndasögur þeirra Emblu Ýr Bárudóttur og Ingólfs Arnar Björgvinssonar en þar nota þau Brennu-Njálssögu sem efnivið. Þessar myndasögur eru, eins og dönsku Goðheimasögurnar, gott dæmi um hvernig menningararfurinn er gerður aðgengilegur og nýstárlegur í myndasögum.

Hér að neðan er dæmi um fræga senu úr Njálu, þegar Skarphéðinn Njálsson tekur undir sig stökk yfir ísaða á til að höggva mann.

Hugleikur Dagsson

Annað íslenskt dæmi er þessi einrömmungur eftir Hugleik Dagsson. Myndasögur hans hafa notið mikilla vinsælda meðal unglinga, en sjálfur segir Hugleikur að sögurnar séu ekki fyrir börn, þrátt fyrir að teikningarnar séu afar einfaldar og í raun barnslegar.

Á þessari mynd deilir Hugleikur á neyslusamfélagið, eins og hann gerir gjarna í myndasögum sínum. Hugleikur er myndlistamaður og notar myndasöguna sem hluta af sinni myndlist.

Jóhann Torfason

Annar íslenskur myndlistamaður sem notar myndasöguformið í myndlist sinni er Jóhann Torfason.

Myndin er hluti af röð mynda sem sýna dúkkur. Myndirnar minna að mörgu leyti á myndasögur, hér eru rammar og talblöðrur sem almennt eru talin helstu einkenni myndasögunnar. Líkt og Hugleikur notar Jóhann formið til að koma á framfæri pólitískri ádeilu.

 
Ábyrgðarmenn: Inga Ósk Ásgeirsdóttir ingaosk@bhs.is og Úlfhildur Dagsdóttir varulfur@centrum.is