Inga Ósk Ásgeirsdóttir og Úlfhildur Dagsdóttir:
Kennsluvefur um myndlestur

 

SÍÐAN

MYNDLESTUR

MYNDASÖGUR

MYNDABÆKUR

HREYFIMYNDIR

Goðheimar - rammanotkun

Myndasögur

Teiknistílar

Rammar - Tinni

Rammar - Ástríkur

Rammar - Goðheimar

Myndbygging - Vegur Dixie

Stíll - Sorte sider, Persepolis og Monkey vs. Robot

Manga

Íslenskar myndasögur

Heimildir

Verkefni og ítarefni

Goðheimar: Úlfurinn bundinn

Bygging síðunnar skiptir heilmiklu máli fyrir söguna, en sama bygging hefur hinsvegar ólíka merkingu eftir því um hvað sagan fjallar. Hér er fyrsta síðan úr danski myndasögu sem heitir Goðheimar: Úlfurinn bundinn. Þar er fjallað um norræna goðafræði.

Byggingin á þessari fyrstu síðu er samskonar og byggingin á síðunni úr Ástríki á Spáni hér á undan, en nú þjónar hún öðru hlutverki. Mikilvægasti rammi sögunnar er síðasti ramminn á síðunni, en þar brjótast goðin Þór og Loki inn í heim mannanna. Takið eftir að byggingin miðar öll að því að gera síðasta rammann sem áhrifamestan, einmitt með því að umkringja hann að hluta með minni römmum og stýra þannig línum sögunnar í átt að neðsta rammanum. Afstaðan skiptir líka máli, en hér er lesandi settur í sömu spor og mennsku börnin tvö og látinn horfa upp til goðanna.

Á þessari síðu sjáum við hvernig litlir rammar eru notaðir til að kynna goðin fyrir börnunum, og í leiðinni fyrir lesendum. Takið líka eftir því hvernig söngur Braga og ýlfur úlfanna mynda bil á milli þriðju og neðstu myndaraðar. Oft eru ýmis fyrirbæri í sögunum látin þjóna sem einskonar skil á milli mynda eða tæki til að ramma af einstök atriði innan myndanna.

Hér er uppbygging síðunnar enn notuð til að skapa áhrif, en stóri ramminn með risa-úlfinum, Fenrisúlfi, er umlukinn minni römmum og þannig skapast tilfinning fyrir innilokun og ógn.

Útlínur rammans geta líka borið með sér skilaboð eins og á þessari síðu þegar Frigg segir börnunum söguna um Fenrisúlf. Útlínurnar á römmunum í sögu Friggjar eru mýkri og litirnir eru líka ólíkir.

Ábyrgðarmenn: Inga Ósk Ásgeirsdóttir ingaosk@bhs.is og Úlfhildur Dagsdóttir varulfur@centrum.is