Inga Ósk Ásgeirsdóttir og Úlfhildur Dagsdóttir:
Kennsluvefur um myndlestur

 

SÍÐAN

MYNDLESTUR

MYNDASÖGUR

MYNDABÆKUR

HREYFIMYNDIR

 

Ástríkur - rammanotkun

Myndasögur

Teiknistílar

Rammar - Tinni

Rammar - Ástríkur

Rammar - Goðheimar

Myndbygging - Vegur Dixie

Stíll - Sorte sider, Persepolis og Monkey vs. Robot

Manga

Íslenskar myndasögur

Heimildir

Verkefni og ítarefni

Ástríkur - Asterix in Spain

Ástríkur kom fyrst út í Frakklandi árið 1959, en ólíkt Tinna hafa sögurnar haldið áfram að koma út þrátt fyrir að annar höfundanna sé dáinn. Ástríkssögurnar gerast á tímum Rómaveldis en eru ekki alveg sögulega nákvæmar, því aðalsöguhetjurnar búa í litlu þorpi í Frakklandi sem Rómverjar hafa ekki náð á sitt vald. Margar bókanna segja frá ferðalögum þeirra Ástríks og Steinríks en í þessari bók ferðast þeir um Spán.

Á síðunni hér að neðan má sjá hvernig uppröðun ramma á síðunni segir sína sögu, en neðst til hægri er stór rammi og sýnir hring af smáhýsum. Aðrir rammar síðunnar raða sér fyrir ofan og til hliðar við þessa stóru mynd og umkringja hana að hluta, á sama hátt og húsin raða sér í hring.
Næsta dæmi sýnir hvernig hver síða getur verið heilstæð saga í sjálfri sér, eða myndað afmarkaða heild innan sögunnar. Ástríkur tekur að sér að gerast nautabani og tekur upp rauðu skikkjuna sem hefur fallið ofan af svölunum. Í næstu römmum sjáum við hvernig Ástríkur leikur hlutverk nautabanans fimlega (takið eftir hvernig rammarnir þrengjast og breikka eftir hraða frásagnarinnar, mesti hraðinn er í þriðju röð) og síðan endar frásögnin á því að nautið hleypur beint inn í múrvegg sömu svala og sáust í fyrsta rammanum. Þannig myndar síðan heild með því að byrja og enda á sama punkti.
Ábyrgðarmenn: Inga Ósk Ásgeirsdóttir ingaosk@bhs.is og Úlfhildur Dagsdóttir varulfur@centrum.is