Inga Ósk Ásgeirsdóttir og Úlfhildur Dagsdóttir:
Kennsluvefur um myndlestur


 

SÍÐAN

MYNDLESTUR

MYNDASÖGUR

MYNDABÆKUR

HREYFIMYNDIR

Verkefni og ítarefni - myndabækur

Myndabækur

Dimmalimm verðlaunin

Flokkun

Saga

Hugmyndafræði

Lyklar Mobiusar

Samspil orða og mynda

Tákn

Bókahönnun

Gott kvöld

Sýnishorn íslenskar

Sýnishorn erlendar

Heimildir

Verkefni og ítarefni

1. Samanburðarverkefni 

Mörg ævintýri og þjóðsögur eru til í fleiri en einni myndlýstri útgáfu. Fróðlegt er að bera saman tvær eða fleiri útgáfur. Hér koma nokkrir punktar sem hægt er að vinna út frá:
 1. Fyrir hvaða aldur er útgáfan? Eru persónur litlar í stórum heimi eins og oft í bókum fyrir yngri börn? Eru myndirnar táknrænar eins og oft í útgáfum ætluðum eldri börnum?

 2. Hvernig er stíllinn? Rómantískur, kómískur, írónískur...

 3. Hvernig er bókahönnunin? Hvaða tónn er sleginn á bókarkápu, baksíðu, titilsíðu og saurblöðum? Skoðið fjölda mynda; Eru texti og myndir til skiptis í samræmi við 19. aldar hefð? Eru myndir í römmum? Er unnið með opnur? Hvernig er letrið?

 4. Er lögð áhersla á atburði eða persónur?

 5. Hvaða atburðir eru myndskreyttir? Eru þetta lykilatburðir í sögunni? Velja myndlýsar sömu atburði í mismunandi útgáfum? Eru þetta rólegir atburðir eða dramatískir, jákvæðir eða neikvæðir? Hvernig er síðasta myndin, lokatónn sögunnar?

 6. Hvernig er persónusköpunin? Skoðið útlit, persónuleika, stéttarmun, kynferði og tjáningu tilfinninga.

 7. Sjónarhorn. Frá hvaða sjónarhorni eru myndirnar? Er sjónarhornið hefðbundið? Er unnið með nærmyndir, yfirlitsmyndir, miðlar sjónarhornið huglægri skynjun/ímyndun/draumi...?

 8. Hvernig er umhverfi lýst? Er það raunsæislegt eða táknrænt?

2. Fjölmenning

Á vef Reykjavíkurborgar má finna verkefni um myndabækur sem tengist fjölmenningu:

http://www.rvk.is/desktopdefault.aspx/tabid-2332/4197_view-65/

3. Skilaboðaskjóðan

Með Skilaboðaskjóðunni eftir Þorvald Þorsteinsson er mjög gagnlegt að lesa grein Jóns Yngva Jóhannssonar Í ævintýraskóginum. Um textatengsl í Skilaboðaskjóðunni" sem birtist í 1995 Tímariti Máls og menningar 3. tölublaði, bls. 73-85.

4. Kynning á myndabók

Sem undirbúningur að greiningu á myndabók er mjög gott að nemendur lesi Engil í vesturbænum eftir Kristínu Steinsdóttur og Höllu Sólveigu Þorgeirsdóttur og ennfremur grein Kristínar Rögnu Gunnarsdóttur
Vængi hugans" í Tímariti Máls og menningar 4. tbl. 2006. Síðan beita þeir lyklum Mobiusar á sína myndabók en þeir eru:

 1. Staðsetning.
 2. Stærð.
 3. Endurtekning.
 4. Sjónarhorn.
 5. Rammi.
 6. Línur.
 7. Litur.

Annaðhvort velur hver nemandi sér bók að greina eða kennarinn mætir með bunka af myndabókum í tíma. Gott er að vinna tímaverkefnið í pörum. Síðan lesa og greina nemendurnir bókina og kynna fyrir samnemendum sínum.

Hér koma fleiri punktar sem hægt er að styðjast við en mikilvægt er að nemendur vinni vel úr þeim atriðum sem þeim þykja áhugaverð með tilliti til þeirrar bókar sem þeir völdu:

 1. Upplýsingar um bókina, nafn bókar, höfundar og útgáfuár.

 2. Um hvað fjallar bókin? Hver er boðskapurinn?

 3. Fyrir hvaða aldur er hún ætluð?

 4. Hvernig mynduð þið lýsa bókinni, raunsæisleg, fantasía, hlutlæg eða huglæg? Höfðar hún bæði til barna og foreldra? Býður hún upp á margar túlkanir?

 5. Hvernig er stíll textans og myndanna? Er samræmi þar á milli? Stundum segir textinn eitt og myndir annað og stundum er texti raunsæislegur og myndir stílfærðar.

 6. Hver segir söguna? Hvert er sjónarhorn myndanna? Er samræmi þar á milli? Stundum er misræmi, td. rödd fullorðins sögumanns og sýn barns á myndum, eða femínískur texti en myndir með staðalímyndum.

 7. Hvernig er persónusköpunin í texta og mynd?

 8. Hvernig er umhverfi lýst í texta og mynd?

 9. Hvernig er bókahönnunin? Skoðið brotið, kápur, titilsíður, saurblöð og letur.

 10. Hvert er ykkar mat á bókinni í heild sinni?

Ítarefni

Heimasíða Áslaugar Jónsdóttur. Slóðin er: http://aslaugjonsdottir.com/

Almennt um myndabækur. Slóðin er: www.picturingbooks.com

Umfjöllun um myndabækur og meðmæli með góðum bókum. Slóðin er: http://childrensbooks.about.com/cs/picturebooks/fr/wildthings.htm

Góð síða um sögu barnabóka: http://bibbild.abo.fi/hereditas/barnbok/

Síða Gutenberg: http://www.gutenberg.org/files/27112/27112-h/27112-h.htm

Úlfhildur Dagsdóttir. 2008. Af myndum og sögum: mynda-sögur og sögur í myndum". Tímarit Máls og menningar, 69,2, bls. 18-31.

 
Ábyrgðarmenn: Inga Ósk Ásgeirsdóttir ingaosk@bhs.is og Úlfhildur Dagsdóttir varulfur@centrum.is