Inga Ósk Ásgeirsdóttir og Úlfhildur Dagsdóttir:
Kennsluvefur um myndlestur


 

SÍÐAN

MYNDLESTUR

MYNDASÖGUR

MYNDABÆKUR

HREYFIMYNDIR

 

Tákn

Myndabækur

Dimmalimm verðlaunin

Flokkun

Saga

Hugmyndafræði

Lyklar Mobiusar

Samspil orða og mynda

Tákn

Bókahönnun

Gott kvöld

Sýnishorn íslenskar

Sýnishorn erlendar

Heimildir

Verkefni og ítarefni

Myndabókaformið er mjög knappt og einkennist af sterkum andstæðum, hliðstæðum og táknum. Þekking okkar á táknum (symbólum) er lærð og menningarbundin. Stjörnumerkin eru dæmi um tákn sem flestir þekkja og mörg tákna koma úr Biblíunni svo sem höggormurinn. Líkt og Freud og fleiri sálfræðingar hafa skrifað um virðast ævintýri og goðsögur byggja á ákveðnu táknkerfi. Úlfinn í Rauðhettu túlka flestir t.d. sem hættulegan mann.

Lyklar Mobiusar eru tæki til að túlka myndir og skoða m.a. táknræna merkingu lita. Til viðbótar við þau listbrögð sem lyklarnir skoða hefur Margrét Tryggvadóttir í umfjöllun sinni um metnaðarfullar íslenskar myndabækur bent á notkun tákna í myndum í greinunum Sköpun hefðar" og Setið í kjöltunni".

Tákn tilheyra umhverfi myndanna og þau gefa myndunum lagskipta merkingu, barnið meðtekur líklega þá bókstaflegu en tákræna merkingin höfðar til eldri lesanda.

Margrét nefnir rúm sem líklegast algengasta tákn í barnabókum og tekur dæmi úr Mánasteinum í vasanum. Rúmin eru tákn öryggis og heimilisins. Önnur tákn sem hún fjallar um eru t.d. gluggar, dyragættir, stigar og hlið, vegir, lækir, brýr og ár. Þessi tákn merkja oft skil, mörk milli tveggja heima, möguleika og ákvarðanir, samanber hellisopið í sögunni Karlsonur, Lítill, Trítill og fuglarnir. Í umfjöllun sinni skoðar Margrét einnig söguna Engil í vesturbænum þar sem úlfur og engill tákna tvær hliðar mannsálarinnar, óttann og vonina. Sem dæmi um óræðari tákn tekur Margrét söguna Litli skógarbjörninn eftir Illuga Jökulson og Gunnar Karlsson en þar myndar skuggi bjarnarins kross sem tengist hlutverki hans sem píslarvotts.

Brian Pilkington: Mánasteinar í vasanum.

Anna Cyntia Leplar: Karlssonur, Lítill, Trítill og fuglarnir.

Halla Sólveig Þorgeirsdóttir: Engill í vesturbænum.

Gunnar Karlsson: Litli skógarbjörninn.
 
 
Ábyrgðarmenn: Inga Ósk Ásgeirsdóttir ingaosk@bhs.is og Úlfhildur Dagsdóttir varulfur@centrum.is