Inga Ósk Ásgeirsdóttir og Úlfhildur Dagsdóttir:
Kennsluvefur um myndlestur


 

SÍÐAN

MYNDLESTUR

MYNDASÖGUR

MYNDABÆKUR

HREYFIMYNDIR

Hugmyndafræði myndabóka

Myndabækur

Dimmalimm verðlaunin

Flokkun

Saga

Hugmyndafræði

Lyklar Mobiusar

Samspil orða og mynda

Tákn

Bókahönnun

Gott kvöld

Sýnishorn íslenskar

Sýnishorn erlendar

Heimildir

Verkefni og ítarefni

Myndir eru miðlun og bera í sér ákveðna hugmyndafræði, bundna stað og tíma. Óhætt að vara við þeirri tilhneigingu fullorðinna að velja ofan í varnarlaus börn bækur sem þeir sjálfur lásu í æsku og þótti vænt um, allavega án þess að þeir lesi þær aftur. Kvæðið um negrastrákana tíu eftir Gunnar Egilsson frá 1922 með myndum Muggs þætti t.d. rasískt í dag og endurútgáfa verksins 2007 vakti hörð viðbrögð, bæði vegna orðsins negri" og kímninnar í verkinu sem gekk út að negrastrákarnir spryngju o.s.frv.

Margir myndlýsar hafa verið gagnrýndir fyrir sveitadýrkun, fortíðarþrá eða það að búa til einangraðan barnaheim, t.d. Wikland í Börnunum í Ólátagarði þar sem fullorðnir sjást lítið við dagleg störf. Af annarri gagnrýni má nefna að Scarry hefur í myndum sínum í Á ferð og flugi um heiminn verið gagnrýndur fyrir 'bílisma' og skort á umhverfisvitund.

Alltof algengt er í myndum að glæpamenn séu dökkir og
útlendingslegir" og samasemmerki sé sett milli fríðleika, ljóss yfirbragðs og góðmennsku. Láki jarðálfur er dökkur með hrokkið hár og stórt nef en um leið og hann verður góður verður hann alveg hvíthærður.

Sigrún Eldjárn teiknar í sögum sínum dökk börn í hópi barna í íslensku umhverfi, án þess að um þau sé fjallað sérstaklega í textunum, og speglar þannig fjölmenningarsamfélagið. Ekki eru allir myndlýsar jafn meðvitaðir og Sigrún og mikilvægt er að skoða þá samfélagsmynd sem sýnd er í bókunum, fá t.d. innflytjendur og fatlaðir sitt pláss?

Grein Margrétar Tryggvadóttur Andersen á okkar tímum" fjallar um hvernig myndlýsingar við ævintýri H.C. Andersen Nýju fötin keisarans" spegla mismunandi viðhorf til nektar eftir samfélögum og tíma. Mynd Þórarins Leifssonar frá 2004 af keisaranum bera er þannig mun frjálslegri og gróteskari en bandarísk mynd frá 1986. (Margrét Tryggvadóttir, 2005:35-41)

Fjöldi útgefinna myndabóka hefur margfaldast. Ekki er þó allt fengið með fleiri litskrúðugum myndum. Of margar bækur einkennast af ofureinföldun, staðalmyndum og fábrotnu litavali. Hefðbundnum kynjaímyndum er stíft haldið á lofti með t.d. prinsessubókum og sjóræningjabókum. Af öðrum staðalmyndum má nefna mömmuna með svuntuna, prakkara og fyrirmyndarbörn. Margar myndabækur eru útgefnar í mörgum löndum og skírskota ekki til ákveðins samfélags heldur tilbúins heims.

Mikilvægt er að þjálfa börn í gagnrýninni hugsun, þannig að þó þau neyti staðlaðs efnis og hafi gaman að því þá þekki þau einnig metnaðarfyllri verk. Bækur sem sprottnar eru úr íslensku samfélagi og samtíma hafa notið mikilla vinsælda, svo og þýðingar góðra erlendra myndabóka og vonandi að útgáfa þessara bóka vaxi..

Tíu litlir negrastrákar eftir Gunnar Egilsson og Guðmund Thorsteinsson frá 1922.

 

Busla eftir Charly Greifoner og Chilly Scmitt-Teichmann, þýdd af Stefáni Júlíussyni. Kom út í Þýskalandi og er stæling á bókinni Struwwelpeter frá 1845. Lýsir því hvernig fer fyrir óþekkri stúlku. Bókin var síðast prentuð árið 1995 á Íslandi.

 

Karen Milone: Bandarísk útgáfa af Nýju fötunum keisarans 1986.

 

Þórarinn Leifsson: Nýju fötin keisarans 2003.

 

Úr Disneybókaklúbbi Eddu.

 
Ábyrgðarmenn: Inga Ósk Ásgeirsdóttir ingaosk@bhs.is og Úlfhildur Dagsdóttir varulfur@centrum.is