Inga Ósk Ásgeirsdóttir og Úlfhildur Dagsdóttir:
Kennsluvefur um myndlestur


 

SÍÐAN

MYNDLESTUR

MYNDASÖGUR

MYNDABÆKUR

HREYFIMYNDIR

Um síðuna

Vefsíða þessi er hugsuð sem kennsluefni við íslenskuáfangann ísl 633, Mál og menningarheimur barna og ungmenna, sem er kjörsviðsáfangi í framhaldsskóla. Efni síðunnar hentar þó fleiri áföngum og skólastigum. Verkefnið var styrkt af menntamálaráðuneytinu 2008.

Markmið síðunnar er að veita almennan inngang um myndlestur, myndasögur, myndabækur fyrir börn og hreyfimyndir. Hugmyndin er að efnið nýtist sem grunnur umræðna og frekari verkefna.

Efni síðunnar er til stöðugrar endurskoðunar og þiggjum við allar ábendingar og hugmyndir með þökkum. Leitað hefur til þeirra íslenskra myndlýsa um leyfi fyrir myndum sem eiga fleiri en tvær myndir á síðunni. Ef einhver er ósáttur við myndbirtingu fjarlægjum við að sjálfsögðu mynd viðkomandi.

Myndin hér að neðan er eftir upprennandi listamann, Jóhannes Guðjónsson 8 ára.

Inga Ósk Ásgeirsdóttir og Úlfhildur Dagsdóttir

Ábyrgðarmenn: Inga Ósk Ásgeirsdóttir ingaosk@bhs.is og Úlfhildur Dagsdóttir varulfur@centrum.is
Síðast uppfærð 15. maí 2015