Inga Ósk Ásgeirsdóttir og Úlfhildur Dagsdóttir:
Kennsluvefur um myndlestur

 


 

SÍÐAN

MYNDLESTUR

MYNDASÖGUR

MYNDABÆKUR

HREYFIMYNDIR

Verkefni og ítarefni - hreyfimyndir

Tegundir hreyfimynda

Saga hreyfimynda

Anime

Íslenskar hreyfimyndir

Heimildir

Verkefni og ítarefni

Verkefni:

1. Latibær
Mjög áhugavert er að horfa á einn þátt af Latabæ, hvaða þátt sem er. Lesa svo grein Dagnýjar Kristjánsdóttur Latibær er skyndibiti" og mynda sér skoðun. (TMM 2006, 4, bls. 5-23.)

2. Ævintýrin og Shrek
Í Shrek er ævintýraformúlum snúið á hvolf. Skemmtilegt er að horfa á brot úr myndinni, t.d. endinn og lesa greinina Sársauki fegurðarinnar. Um mikilvægi útlitsins í teiknimyndinni Shrek" eftir Agnesi Vogler í Börnum og menningu, 2002;17, bls. 8-12.

3. Miyazaki
Þrjár mynda Miyazakis eru til með íslenskum texta. Tilvalið er að skoða brot úr þeim eða mynd í heild sinni og skoða hvernig fjallað er um trúarbrögð og náttúru í þeim.

4. Teiknimyndakaflar í leiknum kvikmyndum
Skoðið teiknimyndakafla í leiknum kvikmyndum, hvernig vinna þessi miðlar saman? Dæmi um fræg atriði má finna í Mary Poppins og Roger Rabbit, eins í íslensku myndinni Skýjahöllinni.

5. H.C. Andersen og Disney
Áhugavert er að bera saman endinn á ævintýri H.C. Andersen og útfærslu Disney í Litlu hafmeyjunni eða bera saman Disney myndina við aðrar teiknimyndir af sömu sögu.


Ítarefni:

Á netinu má skoða búta úr mjög mörgum teiknimyndum, á t.d. Youtube.

Undir aukaefni myndarinnar Anna og skapsveiflurnar má horfa á myndina og hlusta um leið á skýringar höfunda, Gunnars Karlssonar og Sjón. Í myndinni er mikið um vísanir og fleira sem höfundarnir benda á.

Ábyrgðarmenn: Inga Ósk Ásgeirsdóttir ingaosk@bhs.is og Úlfhildur Dagsdóttir varulfur@centrum.is