Inga Ósk Ásgeirsdóttir og Úlfhildur Dagsdóttir:
Kennsluvefur um myndlestur

 


 

SÍÐAN

MYNDLESTUR

MYNDASÖGUR

MYNDABÆKUR

HREYFIMYNDIR

Íslenskar hreyfimyndir

Tegundir hreyfimynda

Saga hreyfimynda

Anime

Íslenskar hreyfimyndir

Heimildir

Verkefni og ítarefni

Gunnar Karlsson og Caoz

Á Íslandi er ekki mikil hefð fyrir hreyfimyndagerð og enn sem komið er hefur enginn beinlínis lagt þetta fyrir sig.

Fyrirtækið Caoz (http://www.caoz.com/) er það næsta sem kemst því að vera fagfyrirtæki á sviðinu, með myndlistamanninn og myndasöguhöfundinn Gunnar Karlsson í fararbroddi. Hann hefur leikstýrt tveimur tölvugerðum myndum, Litlu lirfunni ljótu (2002) og Önnu og skapsveiflunum (2007), og vinnur nú að gerð þeirrar þriðju um þrumuguðinn Þór (áætluð 2010). Þess má geta að fyrirtækið hefur gert fjölda auglýsinga í teiknimyndaformi og allir muna eftir mjólkurdropanum frá MS.

 

 

 

Litla lirfan ljóta
 
Anna og skapsveiflurnar
 
Þór

Græna gáttin

Fyrsta íslenska hreyfimyndin sem ekki var auglýsing og sýnd í sjónvarpi 1974 var kubbamyndin Landneminn eftir Jón Axel Egilsson. Árið 1994 var svo frumsýnd teiknimyndin Djákninn frá Myrká eftir hann (26 mín.) en hún var unnin í Lettlandi.

Jón Axel hefur einnig gert nokkuð magn teiknimyndaauglýsinga og unnið við ýmiskonar hreyfimyndagerð hjá fyrirtæki sínu Grænu gáttinni (www.graenagattin.net). Frægasta afurð hans eru 10 teiknaðar sjónvarpsauglýsingar með kókómjólkurkettinum Klóa frá 1991-1999 sem hægt er að skoða á vefsíðu Grænu gáttarinnar: www.graenagattin.net/hreyfing/

Klói

Sigurður Örn Brynjólfsson

Sigurður Örn Brynjólffon gerði árið 1980 teiknimyndina Hamar Þórs árið 1980 (17 mín.). Hann fluttist til Eistlands, þar sem mikil hefð er fyrir hreyfimyndagerð og gerði brúðu-hreyfimyndaseríu um Pú og Pa árið 1994 sem var jóladagatalið Jól á leið til jarðar sem hefur verið sýnt nokkrum sinnum á Rúv. Pú og Pa hafa síðan birst í myndasögum Sigurðar. Árið 2002 gerði hann svo mynd um Leif heppna.

Yngri kynslóðin

Síðustu árin hefur komið fram kynslóð ungs fólks sem hefur unnið að hreyfimyndagerð. Fyrir utan auglýsingar hafa tónlistarmyndbönd verið vettvangur þessara ungu hreyfimyndagerðarmanna og á síðustu árum hafa nokkur slík birst. Einnig hefur tilraunastarfssemi verið nokkuð áberandi, en árið 2005 gerðu Guðmundur Arnar Guðmundsson o.fl. hreyfimyndina Hidebound, sem unnin var með nokkuð sérstæðri tækni. Myndin fjallaði um fordóma og hlaut heilmikla athygli og viðurkenningu á alþjóðlegum vettvangi. Una Lorenzen sem vann með Guðmundi er ein þeirra sem hefur lagt stund á fagið. Árið 2004 útskrifaðist hún úr Listaháskóla Íslands með hreyfimyndina Heimur Jóns bónda sem er í klippimyndastíl (http://www.this.is/una/). Einnig má nefna Lindu Loeskow, Kristínu Maríu Ingimarsdóttur (ATARNA), Hlyn Magnússon og Signýju Kolbeinsdóttur. Sum þessara hafa komið efni á framfæri í tímaritinu Rafskinnu sem er gefið út á DVD formi. Myndasöguhöfundurinn Hugleikur Dagsson gerði seríu af tölvugerðum teiknimyndum fyrir Tvíhöfða árið 2005 og hefur síðan gert hreyfimyndaskeið fyrir tvö áramótaskaup 2006 og 2008.

Latibær

Að lokum má geta þess að hluti af sjónvarpsþáttunum um Latabæ er hreyfimynd, en þar er aðallega um brúður að ræða.

Latibær

 
Ábyrgðarmenn: Inga Ósk Ásgeirsdóttir ingaosk@bhs.is og Úlfhildur Dagsdóttir varulfur@centrum.is